
Undanfarin ár hefur það verið heldur skemmtilegt að ferðast og hitta útlendinga, og fá síðan borna upp þá spurningu: „Hvaðan ertu?“ Því Ísland hefur verið, svo lengi sem maður man eftir, spennandi og svo ógurlega fjarlægt fyrir útlendinga. Nú held ég að allt annað sé uppi á teninginum. Íslendingar eru orðnir að athlægi í útlöndum. Fólk hefur meira að segja verið rekið úr verslunum, fyrir það eitt að vera Íslenskt. Maður er orðinn svo vanur því að vera elskaður og dáður, þó það sé ekki fyrir neitt nema þjóðernið! Því hef ég velt því fyrir mér hvort ég, og við Íslendingar allir í útlöndum, ættum ekki bara að segjast vera frá Noregi, Danmörku, eða jafnvel Færeyjum. Færeyjar væru kannski það allra besta! Þar fengi maður flest þau viðbrögð sem maður hefði fengið undir venjulegum kringumstæðum. Það þyrfti reyndar ábyggilega í hvert skipti að leggjast út í þvílíkar útskýringar á hvað og hvar Færeyjar eru, en það enginn svakalegur fórnarkostnaður. Við þyrftum bara að segja að Björk og Sigur Rós séu af Færeysku bergi brotin.
Að öllu gamni slepptu þá er ég hjartanlega sammála Almannatengslafélagi Íslands um að landið ætti að ráða stóra erlenda almannatengslaskrifstofu til að reyna að reyna afstýra því að mannorð okkar hljóti varanlegan skaða. Þegar þar að kemur, þá ættum við að verja öllu söluandvirði bankanna þriggja í herferðir erlendis til að gera Ísland svalt á ný!
---
Á mánudaginn verður fyrsta prófið mitt. Það verður í frönsku. Á föstudag verð ég kominn í vikufrí, svo að ef einhver vill senda mér flugmiða til Íslands, þá er það velkomið. Annars mun ég leita suður á bóginn á föstudag, til Bordeaux. Kem heim viku síðar.
1 ummæli:
Já, góð pæling. Annars má alltaf endurlífga hugmyndir okkar um sameiningu landanna.
...Þessi fánatillaga þín væri tilvalin í það.
-JHJ
Skrifa ummæli