Núna rétt í þessu var ég að koma heim af Heimsbílasýningunni sem er haldin hérna ár hvert og þegar ég var í lestinni á leiðinni heim heyrði ég íslensku í fyrsta sinn hérna úti. Þetta voru ábyggilega þrjár, fjórar manneskjur. Ég gat því miður ekki heilsað þeim.
Eftir að ég hafði tekið fyrstu myndina af einhverjum bíl sem hékk á vegg, dóu batterýin í myndavélinni. Ég þurfti því að kaupa pakka af batterýum á okurkjörum í einhverjum sölubási! Sýningin sjálf var ágæt, en mér leið einsog allri Menningarnótt hefði verið troðið inn í Egilshöll. Mannfjöldinn var þvílíkur. Ég taldi hátt í hálfa milljón manns.
Það var kannski ekkert afskaplega mikið að sjá þarna. Mér sýnist BMW vera að stíga skref í rétta átt. Hugmyndin að næsta 7-línu BMW er fín, samt soldið líkur Lexus. Þarna sá ég samt á einum stað hversu ljóta bíla Mercedes-Benz framleiðir. Það er af sem áður var. Næstum því allir bílarnir eru forljótir. Sem betur fer eru einhverjar undantekningar, en þær eru tiltölulega fáar.
Ég held ég hefði skemmt mér betur með því að fara á rúnt um nokkrar bílasölur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli