þriðjudagur, 14. apríl 2009

Óperan og afmæli

Frá 3. apríl hefur leigjandi íbúðarinnar (Josiane Puig), sem ég leigi síðan af, verið hér og sofið í stofunni sem hafði fram að því verið læst. Það hefur gengið upp og ofan, en miðað við aðstæður bara nokkuð vel að mínu mati. Hún vakti mig um daginn og sagðist vera með miða í Óperuna þá um kvöldið. Ég var mjög ánægður með það, enda aldrei farið áður.

Óperan sem sjá átti var Makbeð eftir Verdi. Augljóst meistarastykki. Við klæddum okkur vel upp, en ég þó ekki alltof fínt þar sem að ég átti að mæta í surprise-partý eftirá. Þvílík og önnur eins leiðindi hef ég aldrei upplifað áður! Ég segi það alveg satt. Ég gekk með jákvæðan hug til leika, bjóst við hinu besta, en ég gat ekki einu sinni logið því að sjálfum mér að þetta ætti virkilega að kallast skemmtun. Og það versta var, að undir lokin í seinni hluta sjóvsins þá fannst mér einsog þetta væri við það að enda ca. tíu sinnum, en alltaf þurfti einhver nýr að koma á svið, tilbúinn að taka við keflinu þaðan sem frá var horfið!

Loksins, eftir öll þau árþúsund sem þessi sýning varði, var okkur hleypt út í frelsið. Mér þótti þessi veisla sem ég var að fara í ákaflega spennandi þar sem að hafði aldrei upplifað: „Surprise!“ Fyrir utan þó eitt skipti í fimmta bekk þegar Ragga kennari átti afmæli og allur bekkurinn tók sig saman og faldi sig inni í stofu. Það var þó heldur misheppnað og kom henni alls ekki á óvart. Hvað um það, þetta var kvöld nýrra uplifanna.

Eftir langan gang frá Bastillunni að Montmartre götu fann ég heimilis- fangið og gekk upp sex þröngar og gamlar hæðir til að komast í veisluna sem var haldin í þó æðislegri penthouse-íbúð sem nokkrir stóðu í að leigja. Með minni heppni, sem endranær, var afmælis- barnið komið og mómentið farið! Kvöld nýrra upplifanna hvað!

Andartakið, mér fjarverandi

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég fer bara að hlæja þegar ég sé þetta kvöld fyrir mér hjá þér:D

Kv,
Skj